Víðir Garði vann frækinn 2-1 sigur á KFG í úrslitum Fótbolti.net bikarsins eftir að hafa lent 1-0 undir. Tómas Leó Ásgeirsson jafnaði leikinn úr umdeildri vítaspyrnu og á 88. mínútu skoraði Elís Már sigurmark leiksins. Tómas Leó mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víðir 2 - 1 KFG
„Þetta er sturlað, ég vissi ekki hvernig mætingin yrði en þetta er veisla. Þetta er vonum framar, stuðningurinn í 90. mínútur ég hef aldrei upplifað annað eins."
Tómas sótti umdeilda vítaspyrnu
„Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti, við tökum því alltaf.
Þetta er ekki fyrsta vítið, er öruggur á punktinum."
„Eftir að við fengum á okkur mark þurftum við að rífa okkur í gang, mér fannst markið hjá okkur gefa okkur smá boost. Að skora á 88. mínútu var draumi líkast".
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir