banner
   fim 29. október 2020 22:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Rúnar Alex fjórði Íslendingurinn til að spila með aðalliði Arsenal
Mynd: Getty Images
Rún­ar Alex Rún­ars­son varð í kvöld fjórði Íslendingurinn sem spil­ar fyr­ir aðallið enska stórliðsins Arsenal.

Rúnar varði mark Arsenal og hélt hreinu gegn Dundalk í Evrópudeildinni þegar Arsenal vann 3-0 sigur.

Sig­urður Jóns­son er sá Íslendingur sem leikið hefur flesta leiki með Arsenal en hann þá á ár­un­um 1989 - 1991. Bak­meiðsli urðu til þess að dvöl hans hjá fé­lag­inu varð ekki lengri. Sig­urður skoraði fyr­ir Arsenal í deild­ar­leik tíma­bilið 1989-1990.

Al­bert Guðmunds­son lék tvo leiki með Arsenal í deild­inni árið 1946 þótt hann hafi ekki getað gert at­vinnu­mann­samn­ing við fé­lagið þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi.

Ólaf­ur Ingi Skúla­son lék einn leik með aðalliði Arsenal árið 2003 og var það gegn Wol­ves í deilda­bik­arn­um en hann var í röðum fé­lags­ins í fjög­ur ár.

Þá var Ríkharður Jónsson og bræðurnir Valur Fannar og Stefán Gíslasynir á mála hjá félaginu en spiluðu ekki aðalliðsleik


Athugasemdir
banner
banner
banner