Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2020 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Bodö/Glimt setti fimm gegn Rosenborg
Mynd: Håkon Kjøllmoen
Mynd: Getty Images
Alfons Sampsted og Hólmar Örn Eyjólfsson mættust í stórleik dagsins í norska boltanum er spútnik lið Bodö/Glimt rúllaði yfir Rosenborg.

Alfons var á sínum stað í hægri bakvarðarstöðu toppliðs Bodö/Glimt sem var með yfirhöndina í dag og leiddi 2-0 í leikhlé.

Staðan var 2-0 lengst af en svo opnuðust flóðgáttirnar undir lokin og byrjaði að rigna mörkum. Lokatölur urðu 5-1 fyrir Bodö/Glimt sem er búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn, með 71 stig eftir 26 umferðir.

Þetta var þriðja tap Rosenborg í röð og er liðið einu stigi frá Evrópusæti sem stendur.

Bodö/Glimt 5 - 1 Rosenborg
1-0 K. Junker ('15)
2-0 O. Solbakken ('27)
3-0 P. Zinckernagel ('78)
3-1 D. Islamovic ('83)
4-1 V. Moberg ('85)
5-1 M. Konradsen ('87)

Valdimar Þór Ingimundarson lék þá allan leikinn er Strömsgodset tapaði fyrir Kristiansund.

Gestirnir frá Strömsgodset komust yfir snemma leiks og leiddu í hálfleik þrátt fyrir fínar marktilraunir Kristiansund.

Heimamenn í Kristiansund voru betri og jafnaði Amahl Pellegrino með marki úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Tólf mínútum síðar fengu heimamenn aðra vítaspyrnu og gerði Pellegrino þá sigurmarkið.

Þetta var góður sigur fyrir Kristiansund sem er í baráttu um Evrópusæti. Strömsgodset er aftur á móti í miklum vandræðum og var þetta fimmta tap liðsins í röð í norsku deildinni. Valdimar Þór og félagar eru í fallbaráttu, með 24 stig eftir 26 umferðir.

Kristiansund 2 - 1 Strömsgodset
0-1 M. Mawa ('5)
1-1 A. Pellegrino ('57, víti)
2-1 A. Pellegrino ('69, víti)
Rautt spjald: C. Psyche, Kristiansund ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner