Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. nóvember 2020 14:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: De Gea fékk klaufalegt mark á sig
Mynd: Getty Images
Manchester United er tveimur mörkum undir gegn Southampton og skrifast annað mark heimamanna á spænska landsliðsmarkvörðinn David de Gea.

James Ward-Prowse skoraði þá beint úr aukaspyrnu en De Gea virtist vel staðsettur. Spánverjinn var kominn í hornið tímanlega en misreiknaði eitthvað líkamsstöðu sína því hann hleypti knettinum klaufalega í netið.

De Gea virtist meiðast í markinu og fór Dean Henderson að hita upp en Rauðu djöflarnir hafa ekki enn framkvæmt skiptinguna.

Man Utd er í slæmri stöðu í ensku úrvalsdeildinni og þarf að koma til baka gegn sterku liði Southampton. Southampton fer upp í þriðja sæti með sigri.

Avikið má sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner