Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 29. nóvember 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Flottustu mörkin sem keppa um Puskas verðlaunin
Patrik Schick.
Patrik Schick.
Mynd: EPA
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur opinberað ellefu mörk sem tilnefnd eru til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins.

Meðal marka sem eru tilnefnd er mark Patrik Schick sem hann skoraði frá miðlínu fyrir Tékkland gegn Skotlandi á EM alls staðar. Hjólhestaspyrna Mehdi Taremi fyrir Porto og rabona mark Erik Lamela fyrir Tottenham fá einnig tilnefningu.

Sigurmarkið verður opinberað á fótboltaverðlaunahátíð FIFA þann 17. janúar.

Son Heung-min, leikmaður Tottenham, vann verðlaunin á síðasta ári fyrir einstaklingsframtak sitt þegar hann skoraði gegn Burnley.

Hægt er að horfa á öll mörkin sem tilnefnd eru og kjósa á vefsíðu FIFA

Mörkin sem eru tilefnd:

Luis Diaz: Brasíla gegn Kólumbíu [Copa America] (23. júní 2021)

Gauthier Hein: Chamois Niortais gegn Auxerre [Franska B-deildin] (10. apríl 2021)

Erik Lamela: Arsenal gegn Tottenham Hotspur [Enska úrvalsdeildin] (14. mars 2021)

Valentino Lazaro: Bayer Leverkusen gegn Borussia Mönchengladbach [Þýska Bundesligan] (8. nóvember 2020)

Riyad Mahrez: Simbabve gegn Alsír [Afríkumótið undankeppni] (16. nóvember 2020)

Sandra Owusu-Ansah: Kumasi Sports Academy Ladies FC gegn Supreme Ladies FC [Kvennadeildin í Gana] (8. may 2021)

Vangelis Pavlidis: Willem II gegn Fortuna Sittard [Hollenska deildin] (16. may 2021)

Daniela Sanchez: Queretaro FC gegn Atlético de San Luis [Mexíkóska kvennadeildin] (16. janúar 2021)

Patrik Schick: Tékkland gegn Skotlandi [EM alls staðar] (14. júní 2021)

Mehdi Taremi: Chelsea gegn Porto [Meistaradeildin] (13. apríl 2021)

Caroline Weir: Manchester City gegn Manchester United [Enska kvennadeildin] (12. febrúar 2021)
Athugasemdir
banner
banner
banner