Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 29. nóvember 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styttist í 100 leiki hjá Glódísi - „Því fyrr því betra"
Icelandair
Glódís er 26 ára varnarmaður.
Glódís er 26 ára varnarmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fer fram leikur Íslands og Kýpur í undankeppni HM. Ísland vann fyrri leik liðanna 5-0 á Laugardalsvelli í október.

Glódís Perla var spurð út í leikinn á morgun á fréttamannafundi í dag.

Þrjú stig eru alltaf þrjú stig
Verðið þið í einhverjum vandræðum með að mótívera ykkur?

„Nei, við eigum aldrei í vandræðum með að mótívera okkur. Ég hef engar áhyggjur af því að það verði vandamál fyrir þennan leik. Við lítum á þennan leik sem hvern annan leik. Á endanum eru þrjú stig alltaf þrjú stig, sama á móti hverjum þau koma. Við vitum að þetta er mikilvægur leikur og við ætlum að fara heim með þrjú stig," sagði Glódís.

„Þetta er síðasti leikurinn hjá mörgum á árinu, manni langar alltaf að enda árið á góðum leik og góðum sigri."

Eruði að fara gera eitthvað öðruvísi í þessum leik en í leiknum hér heima?

„Nei, við einbeitum okkur mest á okkar leik, okkur sjálfum. Þær liggja djúpt og við þurfum að vera þolinmóðar með boltann, sækja fram á við og þora setja boltann inn í teiginn þar sem við gerum svo árás á boltann."

Því fyrr í 100 því betra
Fylgistu með landsleikjafjöldanum fara upp? Kominn upp í 96 á þessum tímapunkti.

„Auðvitað er maður meðvitaður um þetta en ekkkert sem maður er að pæla alltof mikið í. Þetta mun vonandi rúlla inn og verður gaman að ná vonandi 100 einhvern tímann. Því fyrr því betra."

Sjá einnig:
Steini: Þú ætlar í alvörunni að spyrja að þessu?
Athugasemdir
banner
banner