Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Viðtal við Jón Þór
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
   mið 29. nóvember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
Kvenaboltinn
Katla í leik með Þrótti í sumar.
Katla í leik með Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir hætti nýverið með Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir hætti nýverið með Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín leikur með sænska félaginu.
Hlín leikur með sænska félaginu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég ætla að spila með bestu liðum í Evrópu'
'Ég ætla að spila með bestu liðum í Evrópu'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta átti sér langan aðdraganda. Ég hugsaði þetta vel en að lokum kom ákvörðunin svolítið bara til mín," segir Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við sænska félagið Kristianstad.

Katla kemur til Kristianstad frá Þrótti í Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá því í fyrra.

Katla, sem er fædd árið 2005, er einn efnilegasti leikmaður Íslands. Hún hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar frá því hún byrjaði að leika með Þrótti, en Katla er uppalin hjá Val.

Spila fyrir hana seinna
Kristianstad er félag með mikla Íslendingahefð. Elísabet Gunnarsdóttir hætti nýverið sem þjálfari Kristianstad eftir að hafa stýrt liðinu lengi. Hlín Eiríksdóttir er leikmaður félagsins en margir aðrir Íslendingar hafa spilað fyrir félagið.

„Kristianstad og sænskan deildin er mjög góður stökkpallur til að komast lengra. Það hefur sýnt sig. Það hafa margir Íslendingar verið þarna sem ég hef talað við. Mér leist mjög vel á þetta," segir Katla en hún hefur farið út til félagsins á reynslu. Hún hefur því fengið að kynnast Kristianstad nokkuð vel.

„Mér fannst ótrúlega gaman að sjá hvernig þetta er. Eftir það fann ég hversu mikið mig langaði þetta."

Hvernig var að taka þessa ákvörðun eftir að Elísabet hættir með liðið?

„Hún er búin að vera þarna svo lengi. Mér líst ótrúlega vel á nýju þjálfarana og hlakka til að vinna með þeim," segir Katla en aðstoðarþjálfarar Elísabetu taka við liðinu. „Ég átti gott samtal við hana (Elísabetu) eftir að ég fór í heimsókn til félagsins í mars, en ég talaði ekkert við hana áður en ég skrifaði undir."

„Ég spila bara fyrir hana einhvern tímann seinna."

Katla segist hafa fundað með nýjum þjálfurum liðsins og leist henni mjög vel á það hvernig þau ætla að vinna. „Þetta er mjög metnaðarfullt og spennandi."

Áhugi víða
Líkt og áður kom fram þá hefur Katla verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Íslandi þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur einnig verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands. Það var mikill áhugi á henni en hún valdi að fara til Svíþjóðar.

„Það var áhugi víða en mér fannst sænska deildin vera mest spennandi núna. Það var áhugi erlendis og líka hér á Íslandi. Eftir tvö góð ár fannst mér vera kominn tími á að taka næsta skref. Ég held að Kristianstad sé mjög góður staður til þess."

Katla er uppalin í Val en tók ákvörðun að fara yfir í Þrótt fyrir tímabilið í fyrra. Það reyndist mjög gott skref fyrir hana.

„Hún reyndist mjög góð. Ég er uppalin í Val en fer í Þrótt til að fá að spila meira. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun. Það var ekki erfitt að taka þessa ákvörðun. Þetta kom upp og mér fannst þetta ótrúlega spennandi. Ég ákvað bara að kýla á þetta. Ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður í Þrótti. Þetta er flott félag og það var gaman að fá að spila þar."

Næsta verkefni
Katla fór í sumar á Evrópumótið með U19 landsliðinu og spilaði þar stórt hlutverk. Núna er næsta verkefni að hjálpa U20 landsliðinu að komast á HM en liðið er byrjað að æfa fyrir umspil gegn Austurríki í desember.

„Þetta var geggjuð reynsla og ótrúlega gaman að taka þátt," sagði Katla um Evrópumótið með U19 landsliðinu. „Ég ætla mér klárlega á stórmót með A-landsliðinu þannig að þetta var bara upphitun."

„Verkefnið með U20 landsliðinu er gríðarlega spennandi. Við ætlum að komast á HM, það er engin spurning. Þetta er sami hópur og var í Belgíu. Við erum mjög samstilltar og samstíga í þessu."

Að lokum var Katla spurð út í stóra drauminn í fótboltanum. Svarið var einfalt. „Ég ætla að spila með bestu liðum í Evrópu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir