Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
   mið 29. nóvember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
Katla í leik með Þrótti í sumar.
Katla í leik með Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir hætti nýverið með Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir hætti nýverið með Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín leikur með sænska félaginu.
Hlín leikur með sænska félaginu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég ætla að spila með bestu liðum í Evrópu'
'Ég ætla að spila með bestu liðum í Evrópu'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta átti sér langan aðdraganda. Ég hugsaði þetta vel en að lokum kom ákvörðunin svolítið bara til mín," segir Katla Tryggvadóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við sænska félagið Kristianstad.

Katla kemur til Kristianstad frá Þrótti í Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá því í fyrra.

Katla, sem er fædd árið 2005, er einn efnilegasti leikmaður Íslands. Hún hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar frá því hún byrjaði að leika með Þrótti, en Katla er uppalin hjá Val.

Spila fyrir hana seinna
Kristianstad er félag með mikla Íslendingahefð. Elísabet Gunnarsdóttir hætti nýverið sem þjálfari Kristianstad eftir að hafa stýrt liðinu lengi. Hlín Eiríksdóttir er leikmaður félagsins en margir aðrir Íslendingar hafa spilað fyrir félagið.

„Kristianstad og sænskan deildin er mjög góður stökkpallur til að komast lengra. Það hefur sýnt sig. Það hafa margir Íslendingar verið þarna sem ég hef talað við. Mér leist mjög vel á þetta," segir Katla en hún hefur farið út til félagsins á reynslu. Hún hefur því fengið að kynnast Kristianstad nokkuð vel.

„Mér fannst ótrúlega gaman að sjá hvernig þetta er. Eftir það fann ég hversu mikið mig langaði þetta."

Hvernig var að taka þessa ákvörðun eftir að Elísabet hættir með liðið?

„Hún er búin að vera þarna svo lengi. Mér líst ótrúlega vel á nýju þjálfarana og hlakka til að vinna með þeim," segir Katla en aðstoðarþjálfarar Elísabetu taka við liðinu. „Ég átti gott samtal við hana (Elísabetu) eftir að ég fór í heimsókn til félagsins í mars, en ég talaði ekkert við hana áður en ég skrifaði undir."

„Ég spila bara fyrir hana einhvern tímann seinna."

Katla segist hafa fundað með nýjum þjálfurum liðsins og leist henni mjög vel á það hvernig þau ætla að vinna. „Þetta er mjög metnaðarfullt og spennandi."

Áhugi víða
Líkt og áður kom fram þá hefur Katla verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Íslandi þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur einnig verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands. Það var mikill áhugi á henni en hún valdi að fara til Svíþjóðar.

„Það var áhugi víða en mér fannst sænska deildin vera mest spennandi núna. Það var áhugi erlendis og líka hér á Íslandi. Eftir tvö góð ár fannst mér vera kominn tími á að taka næsta skref. Ég held að Kristianstad sé mjög góður staður til þess."

Katla er uppalin í Val en tók ákvörðun að fara yfir í Þrótt fyrir tímabilið í fyrra. Það reyndist mjög gott skref fyrir hana.

„Hún reyndist mjög góð. Ég er uppalin í Val en fer í Þrótt til að fá að spila meira. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun. Það var ekki erfitt að taka þessa ákvörðun. Þetta kom upp og mér fannst þetta ótrúlega spennandi. Ég ákvað bara að kýla á þetta. Ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður í Þrótti. Þetta er flott félag og það var gaman að fá að spila þar."

Næsta verkefni
Katla fór í sumar á Evrópumótið með U19 landsliðinu og spilaði þar stórt hlutverk. Núna er næsta verkefni að hjálpa U20 landsliðinu að komast á HM en liðið er byrjað að æfa fyrir umspil gegn Austurríki í desember.

„Þetta var geggjuð reynsla og ótrúlega gaman að taka þátt," sagði Katla um Evrópumótið með U19 landsliðinu. „Ég ætla mér klárlega á stórmót með A-landsliðinu þannig að þetta var bara upphitun."

„Verkefnið með U20 landsliðinu er gríðarlega spennandi. Við ætlum að komast á HM, það er engin spurning. Þetta er sami hópur og var í Belgíu. Við erum mjög samstilltar og samstíga í þessu."

Að lokum var Katla spurð út í stóra drauminn í fótboltanum. Svarið var einfalt. „Ég ætla að spila með bestu liðum í Evrópu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner