Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 29. nóvember 2023 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Arsenal gegn Lens: Margir magnaðir á Emirates
Alls fengu sjö leikmenn Arsenal 8 í einkunn frá enska miðlinum Sky Sports fyrir frammistöðuna í 6-0 stórsigrinum á Lens í Meistaradeildinni í kvöld.

Takehiro Tomiyasu var frábær í hægri bakverðinum og átti tvær stoðsendingar ásamt því að eiga þátt í öðru. Hann fær 8, eins og Martin Ödegaard, Declan Rice, Kai Havertz, Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli.

Saka, Martinelli og Jesus voru allir með eina stoðsendingu og eitt mark. Sky valdi Saka besta mann leiksins.

Arsenal: Raya (6), Tomiyasu (8), Saliba (7), Gabriel (7), Zinchenko (7), Odegaard (8), Rice (8), Havertz (8), Saka (8), Jesus (8), Martinelli (8).
Varamenn: White (7), Kiwior (7), Nelson (7), Jorginho (7).

Lens: Samba (5), Gradit (6), Danso (6), Medina (6), Frankoweki (6), Mendy (6), Samed (6), Haidara (5), Sotoca (5), Fulgini (6), Wahi (6).
Varamenn: Machado (5), Thomasson (5), El Anyaoui (5), Khusanov (4), Pereira Da Costa (5).
Athugasemdir
banner