Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 29. nóvember 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðsmaður Arsenal tæpur fyrir nágrannaslaginn
Mynd: Getty Images
Gabriel Magalhaes, miðvörður Arsenal, er tæpur fyrir leik liðsins gegn West Ham sem fram fer seinni partinn á morgun.

Leikurinn fer fram á London leikvanginum, heimavelli West Ham, og hefst klukkan 17:30. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði á fréttamannafundi í dag að það þyrfti að bíða og sjá til með hvort Gabriel gæti spilað.

Gabriel er lykilmaður í liði Arsenal, hluti af sterkasta byrjunarliði liðsins og mikil ógn í teig andstæðinganna þegar kemur að föstum leikatriðum.

Hann þurfti að fara af velli gegn Sporting á þriðjudag vegna meiðsla en hann skoraði einmitt með skalla eftir hornspyrnu í þeim leik.

Jakub Kiwior kom inn á fyrir Gabriel í leiknum en Riccardo Calafiori gæti einnig spilað í miðverðinum.
Athugasemdir
banner
banner