Það er aðeins einn leikur á dagskrá í íslenska boltanum í dag, þar sem Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna takast á við Kanada í æfingaleik á Spáni.
Leikurinn verður í opinni dagskrá á Síminn Sport 2 og spilar Ísland svo annan æfingaleik við Dani á mánudaginn og verður sá leikur í opinni dagskrá í Sjónvarp Símans klukkan 17:00.
Ísland og Kanada hafa tvisvar sinnum mæst í meistaraflokki kvenna og bæði skiptin voru viðureignirnar á Algarve Cup æfingamótinu. Þar hafði Kanada betur með einu marki gegn engu árið 2016 en þjóðirnar gerðu svo markalaust jafntefli 2019.
Leikur dagsins:
18:00 Kanada - Ísland
Athugasemdir