Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fös 29. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Misstíga Börsungar sig aftur?
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski boltinn verður rúllandi um helgina og hefst fjörið strax í kvöld þegar Mallorca tekur á móti Valencia, sem er í fallsæti eftir 12 umferðir.

Á morgun á topplið Barcelona svo heimaleik við fallbaráttulið Las Palmas og eru heimamenn í leit að sigri eftir tap og jafntefli í síðustu tveimur deildarleikjum.

Barca er með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Real Madrid er í öðru sæti og með leik til góða.

Atlético Madrid er svo í þriðja sæti, fimm stigum eftir Barca, og heimsækir botnlið Real Valladolid í síðasta leik laugardagskvöldsins.

Villarreal og Real Madrid byrja sunnudaginn á heimaleikjum gegn Girona og Getafe, áður en Athletic Bilbao og Real Sociedad mæta til leiks. Þar gæti Orri Steinn Óskarsson komið við sögu í liði Sociedad ef hann verður búinn að ná sér af vöðvameiðslum.

Sevilla og Osasuna mætast í síðasta leik helgarinnar, sem fer fram á mánudagskvöldið.

Föstudagur
20:00 Mallorca - Valencia

Laugardagur
13:00 Barcelona - Las Palmas
15:15 Alaves - Leganes
17:30 Espanyol - Celta
20:00 Valladolid - Atletico Madrid

Sunnudagur
13:00 Villarreal - Girona
15:15 Real Madrid - Getafe
17:30 Vallecano - Athletic Bilbao
20:00 Real Sociedad - Betis

Mánudagur
20:00 Sevilla - Osasuna
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 12 2 3 50 19 +31 38
2 Real Madrid 16 11 3 2 34 13 +21 36
3 Atletico Madrid 16 10 5 1 30 11 +19 35
4 Athletic 17 9 5 3 26 15 +11 32
5 Villarreal 15 7 5 3 27 25 +2 26
6 Osasuna 16 6 6 4 22 25 -3 24
7 Real Sociedad 16 7 3 6 16 11 +5 24
8 Mallorca 17 7 3 7 16 20 -4 24
9 Girona 16 6 4 6 22 23 -1 22
10 Betis 16 5 6 5 18 20 -2 21
11 Celta 16 6 3 7 25 27 -2 21
12 Vallecano 15 5 4 6 15 16 -1 19
13 Sevilla 16 5 4 7 17 23 -6 19
14 Las Palmas 16 5 3 8 22 27 -5 18
15 Getafe 16 3 7 6 11 13 -2 16
16 Leganes 16 3 6 7 14 23 -9 15
17 Alaves 16 4 3 9 18 27 -9 15
18 Espanyol 15 4 1 10 15 28 -13 13
19 Valencia 14 2 4 8 13 22 -9 10
20 Valladolid 16 2 3 11 11 34 -23 9
Athugasemdir
banner
banner