Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. mars 2021 10:40
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar um Bologna: Hefði viljað spila meira
Icelandair
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Getty Images
Ari Sigurpálsson
Ari Sigurpálsson
Mynd: Ari Sigurpálsson
Miðjumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson segir að hann hefði viljað koma meira við sögu með Bologna í Serie A á þessu tímabili. Hinn 19 ára gamli Andri spilaði sjö leiki á síðasta tímabili en á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í fimm leikjum.

„Auðvitað hefði ég viljað spila meira en það er mjög mikil samkeppni á miðjunni. Við erum með mjög góðan og breiðan hóp. Ég er ungur og þarf að vera þolinmóður," sagði Andri á fréttamannafundi í dag.

„Ég vil alltaf meira og fá mínúur og berst fyrir því á æfingum. Þetta hefur ekki verið eins og ég óskaði. Þá er spurning hvernig maður tekur á því. Ætla ég að væla eða halda áfram að æfa og bæta í og það er það sem ég er að gera og ætla að gera."

Andri segir ekki hafa komið til tals að fara annað á lán í janúar glugganum. „Klúbburinn vildi halda mér. Þeir eru ánægðir með mig og ég fæ gott feedback á æfingum. Mér er sagt að vera þolinmóður og æfa vel. Við sjáum hvað gerist."

Lærir gott hugarfar af Mihajlovic
Sinisa Mihajlovic er þjálfari Bologna en hann hefur verið að glíma við krabbamein.

„Hann vinnur mikið með hugarfar. Hann vill að leikmenn gefi allt í verkefnið og klári sig alveg. Maður lærir af honum, hvað hann hefur sigrast á í lífinu. Hann er sigurvegari og góð persóna. Ég hef lært mest af honum með hugarfar. Hvernig maður á að hugsa um sig sem sigurvegari."

Fínt upp á félagslega þáttinn
Ari Sigurpálsson er á mála hjá Bologna og Blikarnir Hlynur Freyr Karlsson og Gísli Gottskálk Þórðarson eru á láni hjá félaginu.

Er Andri í miklum samskiptum við þá?

„Já, ég er í samskiptum við þá. Við reynum að hittast eitthvað inn á milli þegar það má. Það er takmarkað sem má hittast utan æfinga og við æfum ekkert alltaf á sama tíma, það er fínt að hafa aðra Íslendinga upp á félagslega partinn að gera,“ sagði Andri sem verður í eldlínunni með U21 liði Íslands gegn Frökkum á EM á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner