Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torfi Tímoteus Gunnarsson er Fjölnismaður sem lék með KA á síðustu leiktíð. Torfi er kominn heim í Grafarvoginn þar sem hann lék sína fyrstu keppnisleiki með meistaraflokki sumarið 2017.

Torfi hefur alls leikið 45 leiki í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk. Hann á að baki 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Torfi er varnarmaður sem sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Torfi Tímoteus Gunnarsson

Gælunafn: Trausti Túliníus eða Toddi. Gummi Bö byrjaði Trausta Túliníus og strákarnir í U19 kölluðu mig Todda því ég á víst að vera með álíka mikið hár og Toddi Örlygs.

Aldur: 21 árs.

Hjúskaparstaða: Föstu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Mig minnir að það hafi verið haustið 2015. Ég hafi verið 16 ára. Man ekki móti hverjum.

Uppáhalds drykkur: Tropical Nocco eða rauður Gatorade.

Uppáhalds matsölustaður: Apótekið eða Mandí, minn maður Wael gerir alvöru shawarma mix.

Hvernig bíl áttu: Toyota Aygo.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Enginn uppáhalds en fyrir þá sem vantar eitthvað að horfa á þá er Æði með Patta Jaime eitthvað annað gott.

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens, Frikki Dór og Aron Can allir frábærir.

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi yfirburða fyndnastur.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðarber, daim, þristur.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Ok það verður til matur þegar þú kemur heim" mamma að passa upp á strákinn sinn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Myndi spila fyrir alla undir réttum kringumstæðum. Eins og Jói01 segir alltaf "Bring the bag".

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jadon Sancho pakkaði mér/okkur saman í u19.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Alltaf jafn gaman að mæta á u21 æfingar hjá Arnari og Eið Smára. Þeir geta skólað mann aðeins til.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gary Martin, hann var alltaf að hlaupa á mig og reyna negla mig niður eftir ég sendi boltann frá mér. Síðan les ég viðtal við hann eftir sumarið og kemst að því að hann var eitthvað lítill í sér eftir að ég tróð honum í vasann fyrr um sumarið.

Sætasti sigurinn: Fyrsti leikurinn minn í Pepsí gegn FH er ofarlega. Veit ekki af hverju.

Mestu vonbrigðin: Fallið úr Pepsí 2018, klúðra vítaspyrnunni minni í úrslitum N1 mótsins, tapa úrslitum Íslandsmótsins í 4. flokk. Erfiður ferill.

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alex Hauks er flottur djúpur á miðjunni. Hægur með gæði og skorar mark á 5 ára fresti.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Allt of mikið af efnilegum gæjum.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallgrímur Mar. Það flæðir allt of mikið testósterón í æðunum á þeim gæja.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Veit ekki.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi er fínn en Cristiano er kóngurinn

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Flestir á pikkföstu í Fjölni. Tek einn ungan og efnilegan. Lúlli03 er helvíti grimmur. Snappar bara eldri gellur með bílpróf. Hann þarf einhverja sem getur skutlað honum á æfingar.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima er best. Fínt útsýni.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ekkert sem stendur uppúr.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á símanum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Fínn í öllu

Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígslan hjá Fjölni var ógeðslega óþægilegt. Lapdans á Gunna Má og Gústa Gylfa eftirherma fyrir framan hann.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Alex Hauks, Almarr Ormarsson og Grjóna markmann í Fjölni. Alex er í byggingarverkfræði og ætti að geta byggt kósí hús fyrir okkur. Síðan gæti ég hlustað á vitleysuna í Almari og Grjóna alla daga.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Veit ekki.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðjón Pétur Lýðs. Mesti braskari sem ég veit um. Hættir aldrei að vinna. Toppgaur.

Hverju laugstu síðast: Sagði mömmu að ég myndi ryksuga.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og hlaup.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna um 9-10. Tek hlaupa-/styrktaræfingu uppúr hádegi. Leiðbeini stundum krökkum í stærðfræði og eðlisfræði. Chilla síðan með konunni á kvöldin.

Þú getur keypt Torfa í Draumaliðsdeild Eyjabita - Smelltu hér til að taka þátt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner