Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Suarez verður klár fyrir lokasprettinn
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez var meiddur út tímabilið en mun núna ná lokasprettinum eftir að Covid-19 frysti knattspyrnuheiminn í nokkra mánuði. Spænska deildin fer aftur af stað 11. júní.

Hinn 33 ára gamli Suarez er búinn að skora fjórtán mörk og leggja upp ellefu í 23 leikjum á tímabilinu. Hann er algjör lykilmaður í sterku liði Barcelona og því mikil gleðitíðindi fyrir Börsunga að fá hann aftur.

„Þetta er búið að vera mjög skrýtið ástand en okkur hefur gengið vel. Ég æfði með ástandsþjálfaranum í fyrstu en er búinn að æfa með hópnum í nokkra daga og mér líður vel," sagði Suarez.

„Pásan vegna kórónuveirunnar gaf mér aukinn tíma til að ná mér af meiðslunum og núna get ég tekið þátt í leikjum sem ég hefði annars misst af. Ég er mjög ánægður með það en það er líka neikvæð hlið, ef maður skoðar allar þær raunir sem fólk hefur þurft að mæta.

„Metnaðurinn er enn til staðar. Við viljum vinna allar keppnir og ég tel okkur í góðri stöðu til að gera það."


Danski framherjinn Martin Braithwaite var fenginn til Barca í febrúar til að fylla í skarð Suarez og Ousmane Dembele sem voru báðir meiddir.

Þeir eru núna komnir aftur og ólíklegt að Braithwaite fái mikið af tækifærum.

Barcelona trónir á toppi spænsku deildarinnar með tveggja stiga forystu á Real Madrid þegar ellefu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner