Orri Sigurjónsson var í liði Fram þegar liðið heimsótti KA á Greifavellinum í gær. Orri er Þórsari sem hafði fyrir tímabilið leikið allan sinn feril með uppeldisfélaginu. Hann söðlaði um og sneri aftur til Akureyrar í gær.
Stuðningsmenn KA tóku sig til á kafla og bauluðu þegar Orri fékk boltann. Baulað á Þórsarann. Orri Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Þórs, fær létt baul úr stúkunni þegar hann ber boltann upp," skrifaði Daníel Smári Magnússon sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net. Orri var spurður út í það í viðtali eftir leik.
Stuðningsmenn KA tóku sig til á kafla og bauluðu þegar Orri fékk boltann. Baulað á Þórsarann. Orri Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Þórs, fær létt baul úr stúkunni þegar hann ber boltann upp," skrifaði Daníel Smári Magnússon sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net. Orri var spurður út í það í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: KA 4 - 2 Fram
„Það var aukafiðringur í mér. Það var gott að koma í bæinn og góð tilfinning. Ég hef ekkert komið hingað frá því á jólunum. Svo þegar KA-menn voru að baula á mig úr stúkunni í fyrri hálfleik þá var það bara gaman. Þá kom smá aukakikk inn í þetta," sagði Orri við Einar Sigtryggson á mbl.is. Svo skemmtilega vill til að Einar kenndi Orra á sínum tíma í Menntaskólanum á Akureyri.
Orri var einnig spurður út í vistaskiptin og lífið í Reykjavík.
„Lífið er bara gott. Mér finnst ég hafa fallið eins og flís við rass inn í þetta lið. Ég og kærastan mín erum saman þarna fyrir sunnan og allt hefur gengið vel. Ég var búinn að vera alla mína tíð hjá Þór og það gat allt eins orðið þannig að ég yrði þar um ómuna tíð. Mér fannst ágætt að fá nýjar áskoranir, er sáttur með að hafa tekið þá ákvörðun að breyta til," sagði Orri sem var að sjálfsögðu svekktur með að tapa leiknum.
Orri er 28 ára og getur bæði spilað í hjarta varnarinnar sem og á miðjunni. Fyrir tímabilið í ár hafði hann spilað sautján leiki í efstu deild. Það gerði hann með Þór tímabilin 2013 og 2014. Hann hefur skorað eitt mark í sjö deildarleikjum í sumar.
Sjá einnig:
Orri yfirgefur Þór (Staðfest) - „Verð þó alltaf hvítur og rauður" (25. nóv '22)
Athugasemdir