Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   þri 30. maí 2023 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA menn bauluðu á Þórsarann - „Þá kom smá aukakikk inn í þetta"
Skallaeinvígi.
Skallaeinvígi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Orri Sigurjónsson var í liði Fram þegar liðið heimsótti KA á Greifavellinum í gær. Orri er Þórsari sem hafði fyrir tímabilið leikið allan sinn feril með uppeldisfélaginu. Hann söðlaði um og sneri aftur til Akureyrar í gær.

Stuðningsmenn KA tóku sig til á kafla og bauluðu þegar Orri fékk boltann. Baulað á Þórsarann. Orri Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Þórs, fær létt baul úr stúkunni þegar hann ber boltann upp," skrifaði Daníel Smári Magnússon sem textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net. Orri var spurður út í það í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fram

„Það var aukafiðring­ur í mér. Það var gott að koma í bæ­inn og góð til­finn­ing. Ég hef ekk­ert komið hingað frá því á jól­un­um. Svo þegar KA-menn voru að baula á mig úr stúk­unni í fyrri hálfleik þá var það bara gam­an. Þá kom smá aukakikk inn í þetta," sagði Orri við Einar Sigtryggson á mbl.is. Svo skemmtilega vill til að Einar kenndi Orra á sínum tíma í Menntaskólanum á Akureyri.

Orri var einnig spurður út í vistaskiptin og lífið í Reykjavík.

„Lífið er bara gott. Mér finnst ég hafa fallið eins og flís við rass inn í þetta lið. Ég og kær­ast­an mín erum sam­an þarna fyr­ir sunn­an og allt hef­ur gengið vel. Ég var bú­inn að vera alla mína tíð hjá Þór og það gat allt eins orðið þannig að ég yrði þar um óm­una tíð. Mér fannst ágætt að fá nýj­ar áskor­an­ir, er sátt­ur með að hafa tekið þá ákvörðun að breyta til," sagði Orri sem var að sjálfsögðu svekktur með að tapa leiknum.

Orri er 28 ára og getur bæði spilað í hjarta varnarinnar sem og á miðjunni. Fyrir tímabilið í ár hafði hann spilað sautján leiki í efstu deild. Það gerði hann með Þór tímabilin 2013 og 2014. Hann hefur skorað eitt mark í sjö deildarleikjum í sumar.

Sjá einnig:
Orri yfirgefur Þór (Staðfest) - „Verð þó alltaf hvítur og rauður" (25. nóv '22)
Innkastið - Veðravíti og Víkingstap
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner