Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fös 25. nóvember 2022 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Orri yfirgefur Þór (Staðfest) - „Verð þó alltaf hvítur og rauður"
Orri Sigurjónsson mun ekki spila með Þór næsta sumar
Orri Sigurjónsson mun ekki spila með Þór næsta sumar
Mynd: Raggi Óla
Orri Sigurjónsson verður ekki áfram í herbúðum Þórs á næsta tímabili en þetta tilkynnti hann á Instagram-síðu sinni í kvöld.

Orri, sem er fæddur árið 1994, er uppalinn Þórsari en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins fyrir ellefu árum.

Síðan þá hefur hann spilað 158 leiki og skorað 8 mörk í bæði deild- og bikar.

Hann lék 16 leiki í Lengjudeildinni í sumar er Þór hafnaði í 7. sæti deildarinnar.

Orri hefur nú tekið ákvörðun um að yfirgefa Þór eftir að hafa æft og spilað með félaginu í 28 ár en hann mun flytja suður. Þetta tilkynnti hann á Instagram.

„Þórsari í 28 ár, þar af 11 ár í meistaraflokki. Endalaus gleði og hamingja. Virkilega þakklátur fyrir allt fólkið seme ég kynntist á leiðinni. Ætla að vera fyrir sunnan næsta sumar en verð þó alltaf hvítur og rauður,“ skrifaði Orri við færsluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner