Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. maí 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Sagan vinnur ekki fótboltaleiki
Mourinho getur bætt enn einum titlinum við í safnið.
Mourinho getur bætt enn einum titlinum við í safnið.
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram annað kvöld þegar Roma og Sevilla mætast á Puskas vellinum í Búdapest.

Sevilla hefur unnið keppnina sex sinnum, oftar en nokkuð annað félag, og hefur aldrei tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Jose Mourinho stjóri Roma hefur unnið alla úrslitaleiki í Evrópukeppni sem hann hefur tekið þátt í.

„Maður horfir á Sevilla og segir: 'Sevilla vinnur alla úrslitaleiki'. Ég trúi ekki á hjátrú. Þetta er nýr úrslitaleikur, ný saga," segir Mourinho.

Sigurvegari leiksins mun komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. Hvorugt liðanna náði að enda í topp fjórum í sinni deild og ef Sevilla tapar mun liðið ekki taka þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Spænska liðið endaði í 11. sæti í La Liga og var í fallbaráttu um tíma.

Sevilla vann Evrópudeildina 2006, 2007, 2014, 2015, 2016 og 2020. Jose Luis Mendilibar, stjóri liðsins, er 62 ára og hefur víða komið við. Hann hefur aldrei unnið stóran bikar í Evrópu.

Mourinho hefur hinsvegar unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, deildir og bikar í Portúgal, Englandi, Ítalíu og Spáni, Evrópudeildina með Porto og Manchester United og Sambandsdeildina með Roma á síðasta tímabli.

„Er ég meðvitaður um að ég get orðið fyrsti þjálfarinn til að vinna keppnina með þremur mismunandi félögum? Mér er í raun alveg sama. Ég hugsa bara út í gleðina sem við getum fært stuðningsmönnum," segir Mourinho við heimasíðu UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner