Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pickett í sögubækurnar: Fyrst til að spila landsleik án handar
Mynd: EPA

Carson Pickett er komin í sögubækurnar eftir að hafa verið sú fyrsta til að spila fyrir bandaríska A-landsliðið án parts af útlim.


Pickett er 28 ára gömul og fæddist án vinstri handar. Hún leikur með North Carolina Courage og hefur spilað yfir 100 leiki í efstu deild kvenna.

Pickett var valin í draumalið júní mánaðar í deildinni og var það draumur að rætast þegar hún fékk að spila sinn fyrsta A-landsleik, en hún hafði áður spilað nokkrum sinnum með yngri landsliðunum.

Pickett spilaði 90 mínútur í 2-0 sigri í æfingaleik gegn Kólumbíu á þriðjudaginn. Hún vonast til að vera í landsliðshópnum fyrir næstu leiki í undankeppni HM í júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner