Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 30. júlí 2020 20:52
Anton Freyr Jónsson
Logi Ólafs: Viljum fara alla leið
Logi Ólafsson, þjálfari FH
Logi Ólafsson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fyrst og fremst ánægjulegt að vera komnir áfram, það er það sem þessi keppni bíður upp á, það er að komast áfram og við viljum fara alla leið og riðja hverri hindrun á vegi sem kemur og þetta var liður í því," voru fyrstu viðbrögð Loga Ólafssonar, þjálfara FH, eftir 3-1 sigurinn á Þór í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Þór

„Við vitum að þetta er erfitt og það skiptir oft á tíðum ekki máli hvaða deild liðin eru í. Þeir eru vel skipulagðir og með góða fótboltamenn sem geta gert hluti upp á eigin spýtur og það reyndist okkur smá erfitt í dag en sem betur fer náðum við að skora þrjú mörk."

Steven Lennon byrjaði á bekknum og var sóknarleikur liðsins bitlaus í fyrri hálfleik og þangað til á 62 mínútu þegar Steven Lennon kom inn á völlinn. Þá kveiknaði á sóknarleik FH-inga. Sýnir það hversu mikilvægur Lennon er í sóknarleik liðsins?

„Já, það vita allir sem fylgjast með fótboltanum hér að Lennon er okkur mikilvægur og góður fótboltamaður."

„Það voru menn að spila leikinn í dag sem hafa kannski ekki spilað mjög mikið, þannig þetta tók aðeins meiri tíma en ella."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Logi er meðal annars spurður út í sögusagnir að FH sé að reyna krækja í Ólaf Karl Finsen leikmann Vals.
Athugasemdir
banner
banner