fim 30. júlí 2020 09:16
Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari Samherja: Þetta er bara kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sinisa Pavlica þjálfari Samherja í 4. deildinni er ósáttur við ásökun Guðjóns Gíslasonar sem er skráður sem forráðamaður í liðsstjórn Skallagríms eftir leik liðanna í gær.

Sakaður um að hafa hrækt á leikmann Skallagríms

„„Leikmaður Samherja hrækir á okkar leikmann og dómari dæmir ekkert. Stay classy fjórða deild," setti Guðjón á Twitter eftir leik en Sinisa segir þetta aldrei hafa gerst.

„Þetta er ekki rétt, þetta er bara kjaftæði," sagði Sinisa við Fótbolta.net í morgun. „Ef það er hrækt á einhvern þá færi viðkomandi til dómara strax og sýndi honum hrákann en myndi ekki bíða og fara á Twitter eftir leik," bætti hann við.

Hann sagði að það hafi einu sinni verið smá hiti í leiknum þegar leikmaður Skallagríms fékk rautt spjald fyrir að brjóta á leikmanni sem var kominn einn í gegn fyrir tómu marki og við það að skora á 45. mínútu. Leiknum lauk með 2 - 2 jafntefli.

„Sá sem er sakaður um þetta er síðasti maðurinn til að gera svona. Hann er 32 ára gamall faðir. Þetta er bara fáránlegt rugl. Ég talaði við dómarann í morgun og hann heyrði ekkert frá Skallagrími um þetta atvik," sagði Sinisa.

„Það er Covid-19 og ég hef brýnt fyrir strákunum mínum að passa sig. Ég bað meira að segja markmanninn minn að hrækja ekki í hanskana sína til að minnka smithættu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner