Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. júlí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sakaður um að hafa hrækt á leikmann Skallagríms
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Samherjar og Skallagrímur gerðu 2-2 jafntefli í viðureign sinni í C-riðli 4. deildar í gærkvöldi.

Það var hiti í leiknum og léku gestirnir frá Borgarfirði einum leikmanni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Declan Joseph Redmond var rekinn af velli.

Það kom þó upp atvik í leiknum sem Skallagrímsmenn vilja meina að dómarinn hafi annað hvort misst af eða séð og látið viðgangast.

Guðjón Gíslason, skráður sem forráðamaður í liðsstjórn Skallagríms, tísti um málið og greindi frá því að hrækt hafði verið á leikmann liðsins í leiknum.

„Leikmaður Samherja hrækir á okkar leikmann og dómari dæmir ekkert. Stay classy fjórða deild." skrifaði Guðjón.

Meðal þeirra sem líka við færsluna hjá Guðjóni eru þrír byrjunarliðsmenn úr leiknum og tveir meðlimir liðsstjórnar Skallagríms.

Skallagrímur er með fjórtán stig eftir átta umferðir. Samherjar eru með ellefu stig.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner