Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 30. júlí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Maxi Lopez hættur í fótbolta
Maxi Lopez
Maxi Lopez
Mynd: Getty Images
Argentínski knattspyrnumaðurinn Maxi Lopez hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tuttugu ára atvinnumannaferil.

Lopez er 37 ára gamall en allt hófst þetta hjá River Plate í Argentínu þar sem hann þótti gríðarlegt efni.

Ferillinn fór á flug árið 2004 er Barcelona keypti hann frá River fyrir 6,2 milljónir evra. Hann varð spænskur meistari í tvígang og vann Meistaradeild Evrópu á þeim tveimur árum sem hann eyddi hjá félaginu.

Síðan þá hefur hann skipt reglulega um félag og sérstaklega á Ítalíu þar sem hann lék með Milan, Sampdoria, Chievo, Torino, Udinese, Crotone og nú síðast Sambanadettese.

Þrátt fyrir að hafa spilað á hæsta stigi öll þessi ár þá áskotnaðist honum aldrei þann heiður að spila fyrir Argentínu. Hann var einnig með ítalskt vegabréf en aldrei kom það til greina.

Í seinni tíð þá var hann reglulega í fréttunum vegna fyrrverandi eiginkonu hans, Wöndu, sem hætti með Maxi og fór að rugla saman reytum með Mauro Icardi, sem var besti vinur hans er þeir spiluðu saman hjá Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner