Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   lau 30. júlí 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki klárað leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á þessum laugardegi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Hann var sáttur með spilamennsku síns liðs á löngum köflum í leiknum.

„Það voru mikill gæði í okkar leik og hátt orkustig, en Stjarnan er bara óútreiknanlegt lið. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í sumar. Þeir sýndu gríðarlegan karatker að hanga inn í leiknum. Flest lið hefðu gefist upp miðað við það hversu lítið þeir voru með boltann og hversu erfiðlega það gekk hjá þeim að byggja upp spil. Þeir héldu áfram og sýndu hjarta."

Það er alltaf skemmtilegt þegar þessi lið mætast, en fyrri leikur liðanna í sumar endaði 4-5. „Það er ótrúlegt að við höfum fengið eitt stig úr þessum leikjum. Báða leikina erum við búnir að spila virkilega vel. Ég held að tölfræðin okkar í báðum leikjum sé alveg fáránleg," sagði Arnar.

Víkingar þurftu að ferðast fyrir Evrópuleik í vikunni. Hvernig var fyrir leikmenn að koma inn í þennan leik eftir það ferðalag?

„Mér fannst leikmenn svara því vel frá fyrstu mínútu. Það var gríðarlega hátt orkustig fyrstu 75 mínúturnar. Mörkin sem við fáum á okkur eru fyrsta merki um þreytu, leikmenn missa fókus. Þetta voru ansi klaufaleg mörk, en 90 prósent af leiknum vorum við virkilega góðir."

Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið við Arnar.
Athugasemdir
banner
banner