Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 30. júlí 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki klárað leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á þessum laugardegi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Hann var sáttur með spilamennsku síns liðs á löngum köflum í leiknum.

„Það voru mikill gæði í okkar leik og hátt orkustig, en Stjarnan er bara óútreiknanlegt lið. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í sumar. Þeir sýndu gríðarlegan karatker að hanga inn í leiknum. Flest lið hefðu gefist upp miðað við það hversu lítið þeir voru með boltann og hversu erfiðlega það gekk hjá þeim að byggja upp spil. Þeir héldu áfram og sýndu hjarta."

Það er alltaf skemmtilegt þegar þessi lið mætast, en fyrri leikur liðanna í sumar endaði 4-5. „Það er ótrúlegt að við höfum fengið eitt stig úr þessum leikjum. Báða leikina erum við búnir að spila virkilega vel. Ég held að tölfræðin okkar í báðum leikjum sé alveg fáránleg," sagði Arnar.

Víkingar þurftu að ferðast fyrir Evrópuleik í vikunni. Hvernig var fyrir leikmenn að koma inn í þennan leik eftir það ferðalag?

„Mér fannst leikmenn svara því vel frá fyrstu mínútu. Það var gríðarlega hátt orkustig fyrstu 75 mínúturnar. Mörkin sem við fáum á okkur eru fyrsta merki um þreytu, leikmenn missa fókus. Þetta voru ansi klaufaleg mörk, en 90 prósent af leiknum vorum við virkilega góðir."

Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið við Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner