Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   lau 30. júlí 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki klárað leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á þessum laugardegi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Hann var sáttur með spilamennsku síns liðs á löngum köflum í leiknum.

„Það voru mikill gæði í okkar leik og hátt orkustig, en Stjarnan er bara óútreiknanlegt lið. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í sumar. Þeir sýndu gríðarlegan karatker að hanga inn í leiknum. Flest lið hefðu gefist upp miðað við það hversu lítið þeir voru með boltann og hversu erfiðlega það gekk hjá þeim að byggja upp spil. Þeir héldu áfram og sýndu hjarta."

Það er alltaf skemmtilegt þegar þessi lið mætast, en fyrri leikur liðanna í sumar endaði 4-5. „Það er ótrúlegt að við höfum fengið eitt stig úr þessum leikjum. Báða leikina erum við búnir að spila virkilega vel. Ég held að tölfræðin okkar í báðum leikjum sé alveg fáránleg," sagði Arnar.

Víkingar þurftu að ferðast fyrir Evrópuleik í vikunni. Hvernig var fyrir leikmenn að koma inn í þennan leik eftir það ferðalag?

„Mér fannst leikmenn svara því vel frá fyrstu mínútu. Það var gríðarlega hátt orkustig fyrstu 75 mínúturnar. Mörkin sem við fáum á okkur eru fyrsta merki um þreytu, leikmenn missa fókus. Þetta voru ansi klaufaleg mörk, en 90 prósent af leiknum vorum við virkilega góðir."

Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið við Arnar.
Athugasemdir
banner
banner