Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 30. júlí 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki klárað leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á þessum laugardegi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Hann var sáttur með spilamennsku síns liðs á löngum köflum í leiknum.

„Það voru mikill gæði í okkar leik og hátt orkustig, en Stjarnan er bara óútreiknanlegt lið. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í sumar. Þeir sýndu gríðarlegan karatker að hanga inn í leiknum. Flest lið hefðu gefist upp miðað við það hversu lítið þeir voru með boltann og hversu erfiðlega það gekk hjá þeim að byggja upp spil. Þeir héldu áfram og sýndu hjarta."

Það er alltaf skemmtilegt þegar þessi lið mætast, en fyrri leikur liðanna í sumar endaði 4-5. „Það er ótrúlegt að við höfum fengið eitt stig úr þessum leikjum. Báða leikina erum við búnir að spila virkilega vel. Ég held að tölfræðin okkar í báðum leikjum sé alveg fáránleg," sagði Arnar.

Víkingar þurftu að ferðast fyrir Evrópuleik í vikunni. Hvernig var fyrir leikmenn að koma inn í þennan leik eftir það ferðalag?

„Mér fannst leikmenn svara því vel frá fyrstu mínútu. Það var gríðarlega hátt orkustig fyrstu 75 mínúturnar. Mörkin sem við fáum á okkur eru fyrsta merki um þreytu, leikmenn missa fókus. Þetta voru ansi klaufaleg mörk, en 90 prósent af leiknum vorum við virkilega góðir."

Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið við Arnar.
Athugasemdir
banner