Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 30. júlí 2024 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Magnús Már hafði engar áhyggjur: Hef gríðarlega trú á strákunum
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum kátur í leikslok eftir 0-3 útsigur hans manna í Aftureldingu á liði Grindavíkur á Stakkavíkurvelli í Safamýri fyrri í kvöld. Magnús var til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn varnarlega hjá okkur. Í seinni hálfleik þá keyrðum við á þá og frábær innkoma hjá þeim sem komu inná. Við fáum mörk frá þeim og bara frábær liðsheild í dag að ná að klára þetta.“Sagði Magnús um leikinn.

Töluvert langt var liðið á leikinn er fyrsta markið kom á 77. mínútu leiksins en áður höfðu liðsmenn Aftureldingar misnotað vítaspyrnu. Var aldre skjálfti í Magga að þetta myndi ekki hafast?

„Nei í rauninni ekki, ég hef gríðarlega trú á strákunum og mikil trú í liðinu. Við erum öflugir í lok leikja og höfum verið það í sumar. Í jafnri stöðu fannst mér við alltaf vera líklegri til þess að taka þetta eins og við gerðum. “

Sigurinn var stór og mikilvægur fyrir Aftureldingu sem á raunhæfa möguleika á að blanda sér í baráttuna um sæti í umspili um sæti í Bestu deildinni. Oft hefur þó fall liðsins verið hátt eftir sigurleiki í sumar en hvað þarf liðið að gera til að koma í veg fyrir það?

„Við þurfum að sýna frammistöðu eins og í dag allar 94 mínúturnar. Varnarleikurinn mjög góður frá aftasta manni til þess fremsta sem var hluti af því sem skóp þetta.“

Sagði Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner