Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. ágúst 2022 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bað boltastrákinn afsökunnar - „Stundum hegðar maður sér eins og fáviti"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson var í áhugaverðu spjalli við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við Víking í dag.


Breiðablik og Víkingur gerðu jafntefli á Kópavogsvelli fyrir tveimur vikum síðan í Bestu deildinni. Það skapaðist umræða á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem stuðningsmenn Víkings voru ósattir með boltasækjarana á vellinum.

„Á meðan á leiknum stóð þá pirraði þetta mann svolítið en eftir á að hyggja þá skildi maður þetta alveg. Hvert lið hefur ákveðna taktík til að vinna leiki og þetta var bara lítill partur af því, að reyna tefja leikinn aðeins, þannig er það bara," sagði Arnar.

Hann var ánægður með umræðuna og segist viss um að það hafi áhrif á stemninguna á morgun þegar liðin mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Ég hafði gaman af umræðunni eftir leikinn, það er gaman þegar samfélagsmiðlarnir taka við og stuðningsmenn fara að kítast sín á milli. Það eykur áhugann á leiknum sjálfum og það verður extra krydd fyrir leikinn á morgun."

Arnar lét boltasækjarana fara í taugarnar á sér í leiknum en hann sá strax eftir því.

„Já klárlega, því miður kom klippan ekki strax eftir leik þar sem við fórum beint til viðkomandi stráks og bað hann afsökunnar. Auðvitað hegðar maður sér stundum eins og fáviti í leiknum. Það er hægt að hlægja af þessu eftir á en þetta var ekki gott moment fyrir mig," sagði Arnar að lokum.

Sjá einnig:
Arnar lét boltastrák heyra það

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Arnar í skýjunum: Engin óvissa lengur
Athugasemdir
banner
banner
banner