Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. ágúst 2022 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð frá út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld mætast Breiðablik og Víkingur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Rætt var við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings í dag og var hann spurður út í stöðuna á leikmannahópi Víkings.

Davíð Örn Atlason, Halldór Smári Sigurðsson og Karl Friðleifur Gunnarsson hafa ekki spilað í síðustu leikjum, Halldór hefur verið fjarri góðu gamni í talsverðan tíma.

„Davíð er út næstu fjóra mánuði, það er slit í magavöðva hjá honum - rifa og hann er bara frá. Halli er byrjaður að æfa og Kalli spilar leikinn á morgun," sagði Arnar.

Nikolaj Hansen verður einnig með á morgun. „Við erum að fá sterka pósta til baka á hárréttum tíma. Logi gat sem betur fer klárað leikinn á móti KA, Arnór Borg fékk mínútur þannig við erum bara að verða í toppmálum," sagði Arnar.

Arnar ræddi meira um leikinn í viðtalinu sem má í heild sinni nálgast hér að neðan.
Arnar í skýjunum: Engin óvissa lengur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner