Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 30. september 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Höttur/Huginn og Einherji með mikilvæga sigra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þremur fyrstu leikjum dagsins í 3. deildinni er lokið en Reynir Sandgerði og KV eru þegar búin að tryggja sér sæti í 2. deildinni á næsta ári. Því er öll spennan í fallbaráttunni.

Botnlið Álftaness tapaði fyrir toppliði Reynis í dag. Reynismenn skoruðu þrjú mörk á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks og gerðu út um leikinn.

Álftanes er fjórum stigum frá öruggu sæti og á eftir að spila þrjá leiki áður en tímabilið er úti.

Fallbaráttulið Hattar/Hugins gerði frábærlega að leggja KFG að velli eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.

Höttur/Huginn er þremur stigum frá fallsæti eftir sigurinn nauma þar sem Jesús Perez Lopez gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 60. mínútu.

Að lokum hafði Einherji betur gegn Sindra og fjarlægðist þannig fallbaráttuna enn frekar. Einherji er fimm stigum frá fallsvæðinu.

Höttur/Huginn 2 - 1 KFG
0-1 Birgir Ólafur Helgason ('15)
1-1 Brynjar Árnason ('48)
2-1 Jesús Perez Lopez ('60, víti)

Einherji 3 - 1 Sindri
1-0 Todor Hristov ('32)
2-0 Sigurður Donys Sigurðsson ('43, víti)
2-1 Abdul Bangura ('49)
3-1 Tómas Atli Björgvinsson ('77)
Rautt spjald: Dilyan Nikolaev Kolev, Einherji ('90)

Reynir S. 3 - 1 Álftanes
1-0 Benedikt Jónsson ('48)
2-0 Guðmundur Gísli Gunnarsson ('51)
3-0 Elton Renato Livramento Barros ('54)
3-1 Árni Eyþór Hreiðarsson ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner