Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. september 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dier við Tómas: Samband okkar Mourinho mjög sterkt
Eric Dier.
Eric Dier.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, ræddi við Eric Dier, leikmann Tottenham, í gær, degi eftir að hann fékk á sig umdeilda vítaspyrnu í uppbótartíma gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Dier kom hingað til lands fyrir nokkrum vikum síðan með enska landsliðinu. England vann þá 1-0 sigur á Íslandi.

„Við ætluðum að fara í Blóa Lónið en gátum það ekki út af reglunum. Við unnum leikinn þannig að við vorum ánægðir," sagði Dier.

Um leikinn gegn Newcastle sagði Dier: „Þetta var einn besti leikur sem við höfum átt sem lið í langan tíma, en atvikið undir lokin setti dökkt ský yfir allt."

Það voru reglubreytingar fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og eru þær strangari þegar kemur að dómum um hendi. Nánar má lesa um reglubreytingarnar á vef BBC en reglunum verður aðeins breytt fyrir næstu helgi. „Boltinn fór í höndina á mér en ég ætlaði aldrei að hafa hana fyrir boltanum," sagði Dier.

Dier og Jose Mourinho, stjóri Spurs, eiga gott samband eins og sást í Amazon þáttunum um Tottenham. „Hann hefur hjálpað mér mikið að komast í rétta átt og við eigum mjög sterkt samband. Sambandið okkar er svona sterkt út af því hvernig ég haga mér sem atvinnumaður og hvernig hann vill vinna."

Dier vakti mikla athygli í gær þegar hann hljóp inn í klefa á meðan leik Tottenham og Chelsea stóð. Dier þurfti að stökkva á klósettið, en Mourinho hljóp líka inn í klefa og rak á eftir honum.

Mourinho hrósaði Dier mjög í viðtali eftir að hafa slegið Chelsea úr leik í enska deildabikarnum í gær.

Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner