mið 30. september 2020 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Mikael í riðlakeppnina - Sverrir Ingi úr leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
FC Midtjylland er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir frábæran sigur á heimavelli gegn Slavia Prag.

Mikael Anderson kom inn af bekknum í uppbótartíma þegar staðan var þegar orðin 4-1. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Tékklandi.

Gestirnir frá Prag komust yfir snemma leiks og héldu forystunni þar til Sory Kaba jafnaði á 65. mínútu.

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom Midtjylland yfir með marki úr vítaspyrnu á lokakaflanum og þá blésu gestirnir til sóknar.

Þeir opnuðu sig fyrir vikið og gerðu Frank Onyeka og Anders Dreyer út af við leikinn á lokamínútunum.

Midtjylland 4 - 1 Slavia Prag (4-1 samanlagt)
0-1 Peter Olayinka ('3 )
1-1 Sory Kaba ('65 )
2-1 Alexander Scholz ('84 , víti)
3-1 Frank Onyeka ('88 )
4-1 Anders Dreyer ('90 )

Salzburg og Krasnodar eru þá einnig komin í riðlakeppnina eftir sigra gegn Maccabi Tel Aviv og PAOK.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í liði PAOK sem var betri aðilinn stærsta hluta leiksins.

Þrátt fyrir yfirburði heimamanna tókst þeim ekki að sigra Rússana frá Krasnodar og eru því úr leik.

Salzburg lenti ekki í miklum vandræðum gegn Maccabi Tel Aviv og vann samanlagðan 5-2 sigur.

PAOK 1 - 2 FK Krasnodar (2-4 samanlagt)
1-0 Ioannis Michailidis ('73 , sjálfsmark)
2-0 Omar El Kaddouri ('77 )
2-1 Remy Cabella ('78 )

Salzburg 3 - 1 Maccabi Tel Aviv (5-2 samanlagt)
1-0 Patson Daka ('16 )
1-1 Eden Karzev ('30 )
2-1 Dominik Szoboszlai ('45 , víti)
3-1 Patson Daka ('68 )
Athugasemdir
banner
banner
banner