Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   fös 30. september 2022 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Segir ÍTF hafa ekki viljað breyta leiktímum á morgun
Valgeir Sigurðsson.
Valgeir Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Sigurðsson fyrrverandi stjórnarmaður í KSÍ segir að ÍTF, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, hafi ekki viljað breyta leiktímum á morgun.


Pétur ósáttur við KSÍ: Verður sjálfsafgreiðsla eins og í Krónunni?

Pétur Pétursson þjálfari Íslandsmeistara Vals gagnrýndi á Fótbolta.net í gær að lokaumferð Bestu-deildar kvenna þar sem skjöldurinn verður afhentur fari fram ofan í bikarúrslitaleik karla. Lokaumferðin  í Bestu-deild kvenna hefst 14:00 en bikarúrslitaleikur karla 16:00.

„Þar sem ég var formaður mótanefndar KSÍ á þeim tíma sem mót sumarsins ‘22 voru undirbúin þá var þetta allt fyrirséð - það var ekki nokkur leið að fá hagsmunasamtök félaga í efst d. að hreyfa við þessu - á endanum réðu sjónarmið itf niðurstöðunni," sagði Valgeir á Twitter í gærkvöldi.

Hann svaraði þar pósti frá Helenu Ólafsdóttur íþróttafréttamanni hjá Stöð 2 Sport sem tók undir orð Péturs sem kallaði niðurröðunina mikla vanvirðingu.

„Gæti ekki verið meira sammála. Skil ekki að lokaumferð Bestu deildar kvenna sé spiluð ofan í bikarúrslitaleik karla. Þetta er ekki að auðvelda okkur í lokauppgjörsþætti Bestu markanna. Vona að þetta komi ekki fyrir aftur," sagði Helena.

Jasmín Erla Ingadóttir markahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina spurði sig afhverju þær þurfi alltaf að falla í skuggann.

„Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir," sagði Jasmín Erla.

Pétur velti því fyrir sér í gær hver myndi afhenda Val skjöldinn fyrir sigur í Bestu-deild kvenna ef Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ yrði upptekin á bikarúrslitaleik karla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið mun Orri Hlöðversson formaður ÍTF afhenda skjöldinn með Vöndu.Athugasemdir
banner
banner
banner
banner