Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjónvarpstekjur ensku úrvalsdeildarinnar munu aukast
Mynd: Sky
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin býst við mikilli aukningu á tekjum frá og með leiktíðinni 2025-26 þar sem félögin í deildinni kusu um að leyfa sjálfstæðu samningafyrirtæki að sjá um nýja sjónvarpssamninga fyrir deildina.

Talið er að 50 auka leikir verði sýndir í bresku sjónvarpi á hverri leiktíð, auk þess sem verið er að ræða um breytingar á pökkum sem erlendar sjónvarpsstöðvar og fyrirtæki geta keypt.

Nýtt samningatímabil verður fjögur ár frekar en þrjú ár eins og tíðkast með núgildandi samkomulögum við Sky Sports, TNT Sports og Amazon Prime á Bretlandi.

Þetta mun hafa í för með sér breytingar á leiktímum í ensku úrvalsdeildinni, þar sem færri leikir munu fara fram á sama tíma. Vanalega eru margir leikir spilaðir klukkan 15:00 á breskum tíma á laugardögum, en þeim leikjum mun fækka og verður leiktímunum dreift á alla helgina.

Fyrirkomulagið mun taka á sig svipaða mynd og á Ítalíu og Spáni, þar sem fleiri leikir eru á föstudögum og mánudögum heldur en í öðrum deildum og þá er sjaldgæft að meira en tveir leikir séu í gangi á sama tíma.

Enska úrvalsdeildin er með samninga í gildi við breskar og erlendar sjónvarpsstöðvar sem gilda næstu árin en þegar þeir samningar renna út munu tekjumöguleikar enskra úrvalsdeildarfélaga aukast enn frekar.

Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það séu engin áform uppi um að sýna leiki sem hefjast klukkan 15:00 á laugardögum. Það hefur lengi verið gert til að hvetja áhorfendur að mæta á völlinn og skapa gott andrúmsloft í stað þess að horfa á leikinn heima í sjónvarpi.

Neðri deildar enska fótboltans munu njóta góðs af auknum tekjum úrvalsdeildarinnar þar sem prósenta mun renna í uppbyggingu fyrir neðri deildirnar og grasrótastarf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner