Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   mán 30. september 2024 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Simeone segir Courtois ekki saklausan - „Hvað vildirðu að ég myndi gera?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Madídarslagnum í gær þurfti að stöðva leikinn vegna óláta áhorfenda fyrir aftan mark Real Madrid. Það gerðist strax í kjölfarið á því að gestirnir í Real komust í 0-1.

Stuðningsmenn Atletico voru ekki sáttir með stöðu mála og grýttu hlutum, m.a. kveikjurum og rafrettum inn á völlinn í átt að Thibaut Courtois í marki Real.

„Við þurfum allir að hjálpa. Þetta gerðist líka á Bernabeu þegar Courtois var leikmaðurinn okkar," sagði Diego Simeone, stjóri Atletico, eftir leikinn. Hann fríaði stuðningsmenn ekki af allri ábyrgð en vildi meina að Courtois væri ekki alveg saklaus.

„Við, söguhetjurnar, erum ekki saklausar þegar við ögrum fólki og gerum það reitt. Þú getur fagnað marki, en ekki með því að horfa upp í stúku og gera einhverjar handahreyfingar," sagði argentínski stjórinn.

Belgíski markvörðurinn svaraði fyrir sig eftir leikinn. „Hvað vildirðu að ég myndi gera, að ég myndi vera þarna áfram á meðan það var verið að kasta í átt að mér?"

Leikurinn var kláraður og Atletico skoraði jöfnunarmark seint í uppbótartíma. Angel Correa jafnaði fyrir Atletico og lokatölur 1-1.




Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Vallecano 18 5 6 7 14 20 -6 21
11 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
12 Getafe 18 6 2 10 13 23 -10 20
13 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner