Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. október 2020 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framarar semja við þrjá á sorgardegi
Lengjudeildin
Matthías Kroknes
Matthías Kroknes
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Gunnarsson
Orri Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á þessum sorgardegi í sögu fótboltans á Íslandi reynum við Framarar að sjá eitthvað jákvætt. Í dag var gengið frá endurnýjun á samningi við tvo leikmenn meistaraflokks karla og nýjum samningi við ungan og efnilegan leikmann," svona hefst Facebook-færsla Fram Knattspyrna sem birt var í kvöld.

Framarar sitja eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla, liðið endar í þriðja sæti, einungis stigi frá því að fara upp í Pepsi Max-deildina. KSÍ tilkynnti í dag að mótinu væri slaufað.

Leikmennirnir þrír eru þeir Orri Gunnarsson, Matthías Kroknes Jóhannsson og Benjamín Jónsson. Orri og Matthías semja til tveggja ára og Benjamín til þriggja.

Framhald af færslunni
Orri Gunnarsson hefur spilað með Fram frá því 2011, alls 157 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 16 mörk.

Hann er einn af reynsluboltunum í liðinu og það er mikil ánægja með að hann skuli framlengja samning sinn við Fram til 2ja ára.

Matthías Kroknes Jóhannsson hefur leikið með Fram síðan 2019. Hann er borinn og barnfæddur Ísfirðingur og lék með BÍ/Bolungarvík og Vestra 2009 – 2018. Hann hefur leikið 132 leiki í deild og bikar og skorað 5 mörk. Það frábært að Matt ætli að vera með okkur í amk. tvö ár í viðbót.

Benjamín Jónsson er fæddur 2003 og var því að klára fyrsta ár í 2. flokki. Benni er feikilega efnilegur markmaður og hefur tekið miklum framförum.

Það er alltaf gaman að sjá leikmenn þroskast og verða betri og betri eins og í tilfelli Benna og verður gaman að fylgjast með honum halda áfram á þeirri vegferð. Benjamín skrifaði undir þriggja ára samning.

Athugasemdir
banner
banner
banner