Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 30. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi er Harry Potter fótboltans
Mynd: Getty Images
Christian Vieiri var mjög hrifinn af leik Barcelona gegn Juventus í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld. Barcelona vann 2-0 sigur á Ítalíumeisturunum. Vieiri var á sínum tíma landsliðsmaður Ítalíu og lék með Juventus ásamt fleiri liðum.

„Barcelona var frábært í leiknum, þetta var ójafn leikur. Gestirnir hefðu getað skorað sex, sjö mork auðveldlega. Þeir spiluðu stórkostlega," sagði Vieiri á CBS Sport.

Vieiri var sérstaklega hrifinn af Lionel Messi sem skoraði og átti stoðsendingu í leiknum. „Messi er töframður, hann er Harry Potter fóboltans og þegar hann hættir að spila þá mun ég henda sjónvarpinu mínu. Ég mun ekki horfa meira á sjónvarp, ég mun horfa á Netflix, svoleiðis er staðan, því þegar hann hættir þá er ekkert eftir til að horfa á."

„Það er eitt sem ég skil ekki og það er hvernig Barcelona tapaði gegn Real Madrid. Í þessum leik litu þeir út fyrir að geta ekki tapað gegn neinu liði,"
sagði Vieiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner