fim 30. október 2025 12:28
Kári Snorrason
Arna og Amir fá sérstakt hrós frá ballettkennaranum - „Lærðu valdan kafla úr Svanavatninu“
Eimskip
Arna þótti frambærilegust á æfingunni.
Arna þótti frambærilegust á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Amir Mehica stóð þá upp úr af þjálfurunum.
Amir Mehica stóð þá upp úr af þjálfurunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Ísland heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Norður-Írland sannfærandi í gærkvöldi. Leikar enduðu 3-0 og endaði einvígið samanlagt 5-0 Íslandi í hag og þar með hélt íslenska liðið sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Leikurinn átti þó að fara fram á þriðjudaginn en vegna mikillar snjókomu var ákveðið að fresta leiknum um einn dag. Færðin á þriðjudag var slæm og nær ómögulegt var að finna knattspyrnuvöll til þess að taka síðustu æfingu fyrir frestaðan leik.

Í undirbúningi fyrir leikinn fór því íslenska liðið í ballettkennslu hjá Brynju Scheving, sem er skólastjóri í Ballettskóla Eddu Scheving. Fótbolti.net sló á þráðinn til Brynju, sem er kona Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara, og spurði hana um ballettæfinguna á þriðjudag.


„Það var náttúrulega að vera að hugsa að koma þeim út af hótelinu og gera kannski eitthvað annað. Þegar Steini vissi að það væri engin kennsla þá spurði hann hvort að þau gæti ekki komið í ballettskólann og við slóum til.“

„Við tókum mjög létta upphitun og við reyndum að hlífa þeim frá öllum erfiðum. Þær fengu smá kynni af því hvernig ballett fer fram og síðan lærðu þær valdan kafla úr Svanavatninu, sem voru litlu svanirnir.“ 

Spurningin sem brennur á allra vörum er eflaust hvaða leikmaður var frambærilegasti ballettdansarinn.

„Ég heyrði á hópnum að þeim þótti Arna Eiríksdóttir vera að standa sig mjög vel. Sem hún gerði, þá tala ég um áherslur eins og höfuð- og handahreyfingar. En Fanney var líka að koma óvart.“ 

Þjálfararnir þrír Þorsteinn Halldórsson, Ólafur Kristjánsson og Amir Mehica létu sig ekki vanta á æfingunni.

„Þeir þrír í teyminu tóku síðan lokadansinn og voru mjög flottir. Amir fær kannsi mesta hrósið af þeim.“ 

Íslenska liðið vann sannfærandi sigur, finnst þér þú ekki eiga heiðurinn að árangrinum?

„Auðvitað ég á heilmikið í þessum sigri,“  sagði Brynja létt að lokum.


Athugasemdir
banner