Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 30. nóvember 2020 19:50
Victor Pálsson
Danmörk: Hjörtur kom við sögu í öruggum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson fékk ekki tækifæri í byrjunarliði Brondby í kvöld sem spilaði við Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Hjörtur og hans félagar komust í toppsætið með 4-1 heimasigri í kvöld og er einu stigi á undan meisturum Midtjylland.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom þó við sögu en hann kom inná sem varamaður þegar níu mínútur voru eftir.

Markvörðurinn Fredrik Schram spilar með Lyngby en hann sat sem fastast á varamannabekknum.

Það hefur ekkert gengið hjá Lyngby á tímabilinu og er liðið í neðsta sæti með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki.
Athugasemdir
banner
banner