Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 30. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Donnarumma vill ekki fara - Samningslaus næsta sumar
Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, segist vilja vera lengi til viðbótar hjá félaginu.

Hinn 21 árs gamli Donnarumma verður samningslaus næsta sumar en hann segist ekki vera á förum.

„Umboðsmaður minn ætlar að ræða við félagið, það er ekkert vandamál," sagði Donnarumma.

„Ég vil vera lengi hjá Milan en við sjáum hvað félagið ákveður að gera. Ég mun njóta augnabliksins eins lengi og ég get."

Donnarumma hélt hreinu í 2-0 sigri á Fiorentina í gær en AC Milan er með fimm stiga forskot á toppi Serie A.
Athugasemdir
banner
banner