Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. nóvember 2020 20:11
Victor Pálsson
Rodgers: Fulham átti sigurinn skilið
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að hans menn hafi ekki átt skilið stig gegn Fulham á heimavelli í kvöld.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að hans menn hafi ekki átt skilið stig gegn Fulham á heimavelli í kvöld.

Flestir spáðu Leicester þægilegum heimasigri gegn Fulham en leikurinn tapaðist óvænt 2-1.

Fulham skoraði bæði mörk sín í fyrri hálfleik og segir Rodgers að sigurinn hafi að lokum verið verðskuldaður.

„Við erum svekktir með þessi úrslit. Mistökin í fyrri hálfleik gerðu þetta að brekku fyrir okkur. Við vorum mun meira með boltann í seinni hálfleik en það vantaði að skapa færin," sagði Rodgers.

„Að mínu mati átti Fulham sigurinn skilið. Þeir voru orkumeiri í fyrri hálfleik og nýttu okkar mistök."

„Þú getur hins vegar ekki hundsað þá staðreynd að leikmennirnir hafa gert svo vel miðað við öll meiðslin í hópnum."

„Við vorum búnir að fara yfir varnarleikinn og vörðumst vel en undanfarið hefur okkur verið refsað. Við þurfum að fara aftur í grunnvinnuna."
Athugasemdir
banner