Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 30. nóvember 2021 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Newcastle án sigurs - Pukki skoraði glæsimark
Teemu Pukki.
Teemu Pukki.
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 1 Norwich
1-0 Callum Wilson ('61 , víti)
1-1 Teemu Pukki ('79 )
Rautt spjald: Ciaran Clark, Newcastle ('9)

Tvö neðstu lið ensku úrvalsdeildarinnar skildu jöfn þegar þau áttust við í kvöld.

Newcastle og Norwich áttust við og ekki byrjaði leikurinn vel fyrir Newcastle því varnarmaðurinn Ciaran Clark var rekinn af velli á níundu mínútu. Hann togaði Teemu Pukki þegar hann var að komast í gegn; gríðarlega heimskulegt því liðsfélagar hans þurftu að spila tíu gegn ellefu í mestallan leikinn.

Norwich náði hins vegar ekki að nýta sér liðsmunni vel. Eftir rúmlega klukkutíma leik tóku heimamenn forystuna þegar Callum Wilson skoraði af vítapunktinum.

Gestirnir náðu að jafna á 69. mínútu er Teemu Pukki skoraði með glæsilegu skoti.

Snillingurinn Pukki bjargaði stigi fyrir Norwich, en stigið gerir ekki rosalega mikið fyrir þessi tvö lið. Newcastle, sem er með moldríka eigendur núna, er á botninum án sigurs. Félagið mun væntanlega versla vel í janúar. Norwich er í 18. sæti með tíu stig.

Hægt er að sjá glæsilegt mark Pukki með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner