Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. nóvember 2021 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flottar spyrnur Karólínu gætu orðið rosalega gott vopn
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, var maður leiksins þegar Ísland vann 4-0 sigur gegn Kýpur í undankeppni HM þennan þriðjudaginn.

Lestu um leikinn: Kýpur 0 -  4 Ísland

„Skoraði eitt og lagði upp tvö. Var mjög vinnusöm mest allan leikinn en dró aðeins af henni í síðari hálfleik," skrifaði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir um Karólínu í skýrslu sinni frá leiknum.

Karólína átti margar góðar aukaspyrnur og hornspyrnur í leiknum. Hún skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir að liðið hafi ekki æft föstu leikatriðin mikið en að Karólína sé góður spyrnumaður.

„Við höfum rosalega lítið farið í nákvæmlega þetta. Í sjálfu sér höfum við ekki verið að æfa þetta rosalega mikið. En Karólína er góður spyrnumaður og við áttum að skora eitthvað úr þessum hornspyrnum," sagði Þorsteinn sem hefði viljað sjá liðið nýta föstu leikatriðin betur, þó spyrnurnar hafi verið góðar.

Föstu leikatriðin er eitthvað sem Þorsteinn getur skoðað vel á næstu mánuðum. Landsliðið kemur næst saman í febrúar. Það er ljóst að spyrnur Karólínu gætu orðið frábært vopn ef liðið æfir föstu leikatriðin vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner