Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Allur leikvangurinn baulaði þegar Infantino kom í mynd
Mynd: EPA

Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki sá vinsælasti um þessar mundir meðan HM er í gangi í Katar.


Infantino og FIFA hafa tekið ýmsar ákvarðanir sem hafa ekki fallið vel í kramið á vestrænum þjóðum á borð við Wales og England. Til dæmis virðist orðið 'ást' vera bannað á HM og þá eru regnbogar og regnbogalitir einnig bannaðir, auk áfengis.

Infantino er duglegur að horfa á leiki á HM og var hann að sjálfsögðu mættur á áhorfendapallana þegar Wales og England mættust við í nágrannaslag í lokaumferð riðlakeppninnar.

Infantino sat í mestu makindum að njóta sýningarinnar þegar vallarmyndavélinni var beint að honum. Hann birtist því á risaskjánum á leikvanginum og um leið tók allur leikvangurinn að baula.


Athugasemdir
banner
banner
banner