
Það er mjög áhugaverð staða í C-riðlinum fyrir leiki kvöldsins í riðlinum.
Pólland er með fjögur stig, Sádí-Arabía og Argentína eru með þrjú stig og Mexíkó er með eitt stig. Sádí-Arabía og Mexíkó mætast í kvöld.
Pólland er með fjögur stig, Sádí-Arabía og Argentína eru með þrjú stig og Mexíkó er með eitt stig. Sádí-Arabía og Mexíkó mætast í kvöld.
Arnar Laufdal, leikmaður Augnabliks og starfsmaður Fótbolta.net, tók að sér að spá í þennan leik.
Sádí-Arabía 1 - 1 Mexíkó
Ég vil fá pólska liðið áfram frekar en Mexíkó eða Sádí-Arabíu þannig að ég ætla spá þessum leik 1-1 þar sem að kóngurinn, Al-Dawsari, skorar fyrir Sádana og minn maður, Edson Alvarez, skorar með geggjuðu skoti fyrir utan teig.
Mexíkó verið virkilega leiðinlegir á þessu móti, mjög passívir og á meðan eru Sádarnir að mínu mati ekki með nægilega góðan leikmannahóp til þess að fara í 16-liða úrslit. Ég ætla að senda bæði þessi lið heim eftir úrslit kvöldsins.
Svona er HM í dag #fotboltinet https://t.co/xHqsM9lze1
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) November 30, 2022
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir