Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 30. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta ungmennaþing KSÍ heppnaðist vel
Mynd: KSÍ / Facebook
Mynd: KSÍ / Facebook

Fyrsta ungmennaþing KSÍ fór fram um helgina þar sem um 60 ungmenni frá 18 félögum komu saman. Hvert félag mátti senda í mesta lagi fjóra fulltrúa frá sér frá 12-18 ára aldri. Markmið þingsins er að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs.


Þar var engu til sparað þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, settu þingið.

Það voru starfsnemar í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands sem áttu stóran þátt í skipulagningu þingsins. Á þinginu var ýmislegt rætt, meðal annars hegðun foreldra á fótboltamótum og ýmisleg mótamál.

Miklar umræður sköpuðust í hópavinnu og í ljós kom að táningarnir vilja að foreldrar séu nokkra metra frá hliðarlínunni á leikjum. Þá vilja iðkendur einnig að dómarar séu í það minnsta nokkrum árum eldri heldur en keppendurnir hverju sinni.

Fjöldi umsókna barst í ungmennaráð KSÍ sem verður stofnað á næstu dögum. Hlutverk ráðsins verður að gæta hagsmuna iðkenda í yngri flokkum í íslenskum fótbolta og vera rödd þeirra innan knattspyrnuhreyfingarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner