Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. nóvember 2022 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óli Kristjáns skaut á Heimi Hallgríms - Ánægður með Sádana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er mikil spenna í lokaumferðinni í C-riðli á HM. Öll liðin eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram.


Sádí-Arabía kom á óvart í fyrstu umferð og gerði sér lítið fyrir og vann Argentínu. Ólafur Kristjánsson sérfærðingur á Rúv heillaðist af þeim einnig gegn Póllandi þrátt fyrir að þeir hafi tapað.

„Sádarnir eru eina liðið í þessum riðli sem hafa verið mest sannfærandi. Þeir eru djarfir á móti Argentínu en Argentína líklegast ekki síðra liðið en Sádarnir vinna. Þeir hafa öðruvísi nálgun í næsta leik á eftir á móti Pólverjum, stjórna honum algjörlega en tapa honum," sagði Óli.

Hann skaut fast á Heimi Hallgrímsson sem hefur verið að tala vel um lönd á borð við Sádí-Arabíu, Íran og Katar.

„Þetta er eina liðið sem Heimir Hallgríms hefur verið að segja okkur að sé gott sem hefur virkilega verið gott."


Athugasemdir
banner
banner