Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
banner
   fim 30. nóvember 2023 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Höskuldur í leiknum í dag.
Höskuldur í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er sama saga að einhverju leyti, ótrúlega pirrandi að fá ekki neitt úr þessum leik. Ég er pirraður fyrst og fremst," sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, við Guðmund Aðalstein hér á Fótbolti.net eftir 2-1 tap gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni í dag.

Gestirnir frá Ísrael leiddu 1-0 í hálfleik á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson jafnaði leikinn eftir um klukkutíma leik en markahrókurinn Eran Zahavi skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þegar fer að líða að lokum að þessari skemmtilegu riðlakeppni þá horfir maður í að það er ekki spurning að við stöndum þessum liðum snúning í mörgum þáttum. Það er helst svigrúm til bætinga að vera klínískari fram á við og halda fókus varnarlega - sitthvorir teigarnir þar sem svigrúmið til bætinga er. Við þurfum að vinna í því og taka þessu sem námsferli til að þróast og verða enn betra lið. Við þurfum að vera miskunnarlausari í teigunum."

Maccabi skapaði ekki mikið í leiknum og í heildina fékk Breiðablik fleiri betri færi. Gestirnir skoruðu með tveimur skotum fyrir utan teig.

„Það er ótrúlega svekkjandi að þetta reynist svona dýrmætt, þetta er það eina sem þeir skapa. Það er auðvitað pirrandi þegar maður horfir til baka. En það er alveg sama hinu megin á vellinum, hvernig við förum með sumar stöður, við eigum að geta gert betur."

„Það hefði alveg mátt detta inn (jöfnunarmark) og var sannarlega nálægt því. En inn vildi hann ekki."


Hvernig fannst þér andrúmsloftið?

„Eðlilega (var það skrítið) í ljósi utanaðkomandi áhrifa varðandi þennan viðburð, maður var að búast við því. Þetta var svolítið öðruvísi andrúmsloft heldur en á venjulegum fótboltaleik."

„Það var frábært að spila á Kópavogsvelli, ótrúlega dýrmætt og það verður gaman að horfa til baka þegar stundirnar líða að hafa fengið riðlaskeppnisleik í Evrópu á Kópavogsvelli. Maður hefði að sjálfsögðu sigra hérna, hér sigrum við flestöll lið og gerðum alveg nóg til þess í dag. En við þurfum að taka okkur upp á næsta stig, þurfum að fá meira út úr því sem við leggjum í leikinn."


Er draumurinn að taka þrjú stig í lokaleiknum gegn Zorya?

„Við förum ekki í þann leik með neitt annað markmið en að sigra. Að undanskildum Gent leiknum úti þá höfum við sýnt fyrir sjálfum okkur að við eigum fullt erindi og erum búnir að vinna inn réttindi til að spila í þessari riðlakeppni. Við höfum alveg fylgt því eftir að mörgu leyti, verið trúir sjálfum okkur. Það vantar bara að fá stig í pokann og við ætlum að reyna það 14. des," sagði fyrirliðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner