Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 30. nóvember 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að skila frábærri frammistöðu. Það er svekkjandi að landa ekki góðum úrslitum," sagði Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þetta er vissulega sama tuggan, en við erum stoltir af okkar frammistöðu í þessum riðli fyrir utan leikinn á móti Gent úti. Þetta er bara mjög svekkjandi."

Breiðablik spilaði á löngum köflum mjög vel í þessum leik og heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn. Viktor var ánægður að hafa fengið að spila þennan leik á Kópavogsvelli en liðið hefur spilað fyrstu tvo leiki sína á Laugardalsvelli. Blikar fengu undanþágu til að spila þennan leik í Kópavogi út af vallaraðstæðum í Laugardalnum.

„Okkur líður frábærlega vel hérna. Ef við værum búnir að spila alla leiki hérna, þá værum við með fleiri stig," segir Viktor.

„Það gefur okkur ótrúlega mikið og félaginu (að spila á Kópavogsvelli). Ég vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ gera þetta með alvöru 'standard' og setja fullan kraft í það að gera þennan völl að alvöru vígi og hafa alla staðla sem til þarf svo hægt sé að spila hér á þessu stigi. Við erum komnir þangað. Við viljum setja rána hátt. Við ætlum að gera meira. Bæjarfélagið og félagið þurfa að fylgja með. Maður finnur að það er vilji, allavega innan félagsins."

Breiðablik hefur átt flotta leiki en liðið er enn án stiga í keppninni. Síðasti leikurinn er útileikur gegn Zorya.

„Við ætlum að fara þarna til að taka þrjú stig. Við höfum mætt í alla leiki til að taka stig og gera einhverja hluti. Við leggjum fyrst og fremst áhersluna á frammistöðuna og hún ætti alla jafna að skila okkur úrslitum. Við áttum góðan leik í dag en fáum ekki úrslitin. Við ætlum þarna út og ætlum að ná okkur í þrjú stig með frábærri frammistöðu," sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir
banner