Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
banner
   fim 30. nóvember 2023 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Viktor Örn Margeirsson.
Viktor Örn Margeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum að skila frábærri frammistöðu. Það er svekkjandi að landa ekki góðum úrslitum," sagði Viktor Örn Margeirsson, varnarmaður Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Þetta er vissulega sama tuggan, en við erum stoltir af okkar frammistöðu í þessum riðli fyrir utan leikinn á móti Gent úti. Þetta er bara mjög svekkjandi."

Breiðablik spilaði á löngum köflum mjög vel í þessum leik og heilt yfir voru þeir sterkari aðilinn. Viktor var ánægður að hafa fengið að spila þennan leik á Kópavogsvelli en liðið hefur spilað fyrstu tvo leiki sína á Laugardalsvelli. Blikar fengu undanþágu til að spila þennan leik í Kópavogi út af vallaraðstæðum í Laugardalnum.

„Okkur líður frábærlega vel hérna. Ef við værum búnir að spila alla leiki hérna, þá værum við með fleiri stig," segir Viktor.

„Það gefur okkur ótrúlega mikið og félaginu (að spila á Kópavogsvelli). Ég vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ gera þetta með alvöru 'standard' og setja fullan kraft í það að gera þennan völl að alvöru vígi og hafa alla staðla sem til þarf svo hægt sé að spila hér á þessu stigi. Við erum komnir þangað. Við viljum setja rána hátt. Við ætlum að gera meira. Bæjarfélagið og félagið þurfa að fylgja með. Maður finnur að það er vilji, allavega innan félagsins."

Breiðablik hefur átt flotta leiki en liðið er enn án stiga í keppninni. Síðasti leikurinn er útileikur gegn Zorya.

„Við ætlum að fara þarna til að taka þrjú stig. Við höfum mætt í alla leiki til að taka stig og gera einhverja hluti. Við leggjum fyrst og fremst áhersluna á frammistöðuna og hún ætti alla jafna að skila okkur úrslitum. Við áttum góðan leik í dag en fáum ekki úrslitin. Við ætlum þarna út og ætlum að ná okkur í þrjú stig með frábærri frammistöðu," sagði Viktor að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner