fim 30. desember 2021 12:22
Elvar Geir Magnússon
Meistararnir munu mæta FH í fyrstu umferð 2022
Víkingur og FH mætast í opnunarleiknum.
Víkingur og FH mætast í opnunarleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KSÍ hefur birt drög að niðurröðun leikja í efstu deildum karla og kvenna, Lengjudeildum karla og kvenna og 2. deild karla fyrir tímabilið 2022.

Niðurröðun leikja í efstu deild karla tekur mið af því að samþykkt verði á ársþingi að leika eftir breyttu fyrirkomulagi. Í nýju fyrirkomulagi verður fjölgun leikja en áfram tólf lið.

Þegar 22 umferðum er lokið verður deildin tvískipt en nánar má lesa um fyrirkomulagið hérna. Gert er ráð fyrir því að tvískipta deildin hefjist fyrstu helgina í október.

Keppni efstu deildar karla, sem hefur ekki fengið nafn en verið kölluð Íslandsdeildin, hefst 18. apríl (annan í páskum) og lýkur svo laugardaginn 29. október.

Hér að neðan má sjá hvernig dagskráin er fyrstu tvær umferðir efstu deildar karla en Víkingur og FH mætast í opnunarleik mótsins.

1. umferð Íslandsdeildarinnar:
Mán 18. apríl: Víkingur - FH
Þrið 19. apríl: Valur - ÍBV
Þrið 19. apríl: Breiðablik - Keflavík
Þrið 19. apríl: Stjarnan - ÍA
Mið 20. apríl: KA - Leiknir
Mið 20. apríl: Fram - KR

2. umferð Íslandsdeildarinnar:
Sun 24. apríl: ÍBV - KA
Sun 24. apríl: Leiknir - Stjarnan
Sun 24. apríl: ÍA - Víkingur
Sun 24. apríl: Keflavík - Valur
Mán 25. apríl: KR - Breiðablik
Mán 25. apríl: FH - Fram

Smelltu hér til að sjá leikjaniðurröðunina í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner