Crystal Palace ætlar að leggja fram tilboð í Jörgen Strand Larsen, sóknarmann Wolves. BBC greinir frá því að áhugi Palace á þessum 25 ára norska landsliðsmanni hafi aukist síðasta sólarhringinn.
Guardian segir að tilboðið hljóði upp á 45 milljónir punda og fari upp í 50 milljónir eftir ákvæðum.
Guardian segir að tilboðið hljóði upp á 45 milljónir punda og fari upp í 50 milljónir eftir ákvæðum.
Úlfarnir eru opnir fyrir því að selja norska landsliðsmanninn í þessum mánuði ef þeir fá upphæð í nálægð við 55 milljóna punda tilboðið sem þeir höfnuðu frá Newcastle í sumar.
Þegar hefur 40 milljóna punda tilboði Leeds verið hafnað en Leeds er ólíklegt til að bjóða mikið hærra.
Það ríkir óvissa um framtíð Jean-Philippe Mateta sem vill yfirgefa Palace og það hefur ýtt á félagið að fá inn sóknarmann. Juventus og AC Milan hafa sýnt Mateta áhuga og þá lagði Nottingham Forest fram tilboð í hann á dögunum.
Mateta ku vilja fara í félag í Meistaradeildinni en hjá Forest á hann möguleika á að fá virkilega vel borgað.
Athugasemdir




