Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. mars 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi: Vissi ekki hvort Ancelotti væri að grínast
Gylfi og Ancelotti fara yfir hlutina á æfingasvæðinu.
Gylfi og Ancelotti fara yfir hlutina á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi í baráttunni.
Gylfi í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Gylfi elskar að skora.
Gylfi elskar að skora.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur annað hvort spilað dýpra á vellinum eftir komu Carlo Ancelotti til félagsins eða úti á vængnum í 4-4-2.

Gylfi viðurkenni að hann var ekki viss um hvort Ancelotti væri að grínast þegar Ancelotti sagði Gylfa frá nýrri stöðu hans í liðinu.

Gylfi segir einnig frá því að fyrr á ferlinum hefði hann ekki verið glaður með þssa breytingu en nú er hann ánægður að fá að spila undir stjórn Ítalans.

„Ég vissi ekki hvort hann væri að grínast," sagði Gylfi við evertonfc.com.

„Það eru margir hlutir sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef aldrei þurft að hugsa um áður; ef við erum að sækja þá verð ég að bíða til baka og vera viss um að við séum vel skipulagðir ef við missum boltann."

„Hlutirnir sem ég elska eru að skora mörk og koma með hlaup inn í teiginn, mæta fyrirgjöfum og vera í stöðum þar sem boltinn getur fallið fyrir þig. Það hefur alltaf verið markmið mitt að sækja og skora mörk."

„Það tók mig nokkra leiki að venjast nýju hlutverki en ég er byrjaður að njóta mín í nýrri stöðu. Ef þetta hefði gerst fyrir fimm eða sex árum síðan þá hefði ég ekki orðið of glaður en með tímanum færðu meiri reynslu og það er góð áskorun að spila í nýrri stöðu þar sem þarf að hugsa um aðra hluti."

„Carlo er mjög reyndur stjóri sem hefur náð góðum árangri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef þú ert að spila þá ertu glaður."


Gylfi var einnig spurður út í stöðuna í dag en enginn ekki hefur verið leikið í úrvalsdeildinni síðustu þrjár helgar og í það minnsta er rúmur mánuður í næsta leik. Leikmenn æfa heimafyrir og leikmönnum sett fyrir og fylgst með þeim í gegnum forrit.

„Þú verður að sætta þig við það sem þú getur og getur ekki gert. Það eru hlutir mikilvægari en fóbolti þessa stundina. Við höfum aldrei verið í þessari stöðu áður að geta ekki farið á æfingasvæiðið. Þetta eru furðulegir tímar."

„Þegar þú ert í fríi á sumrin veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar en núna vitum ekki hvenær við byrjum aftur. En við munum gera það á einhverjum tímapunkti og þú verður að vera í eins góðu standi og mögulegt er þegar æfingar byrja."

„Ég er heppinn að vera með aðgang að góðri aðstöðu heima. Ég verð svo að sætta mig við það að geta ekki æft langar sendingar eða skot. Við höfum allt sem við þurfum þegar kemur að upplýsingum um hvað við megum eða megum ekki gera. Sérfræðingarnir okkar hafa útbúið sér dagskrá fyrir hvern og einn leikmann. Við erum með vikuáætlun og forrit sem lætur teymið vita af því þegar við ljúkum við áætlunina."

„Ég byrja flesta morgna á hlaupabrettinu og á æfingahjólinu. Svo tek ég mismunandi líkamsræktaræfingar,"
sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner