fös 31. mars 2023 20:15 |
|
Hin hliðin - Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Úlfur Ágúst kom eins og stormsveipur inn í íslenska boltann á síðasta tímabili. Hann var lánaður til Njarðvíkur í 2. deildina í byrjun móts og byrjaði strax að blómstra.
FH kallaði hann til baka í glugganum og hjálpaði hann liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Úlfur skoraði alls fjórtán mörk á síðasta tímabili og vann sér inn sæti í U21 landsliðinu. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Úlfur gæti farið í Duke í haust - Miklir peningar í spilunum
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: FH
FH kallaði hann til baka í glugganum og hjálpaði hann liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Úlfur skoraði alls fjórtán mörk á síðasta tímabili og vann sér inn sæti í U21 landsliðinu. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Úlfur gæti farið í Duke í haust - Miklir peningar í spilunum
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: FH
Fullt nafn: Úlfur Ágúst Björnsson
Gælunafn: Wolfie eða Úlli
Aldur: Tvítugur á árinu
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2020
Uppáhalds drykkur: Pepsi Max
Uppáhalds matsölustaður: Í Mat hjá Pétri Viðars klikkar seint
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends eru alltaf góðir
Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran
Uppáhalds hlaðvarp: Steve dagskrá eða ástríðan
Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Húrra fyrir útlandinu! Í EES löndum ert þú með ótakmörkuð símtöl og SMS á 0 kr..."
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei en haukarnir eru mjög óliklegir
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hemmi bróðir í miðju á sparkvellinum, það var bara ekki séns að vinna hann.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sam Tillen og Jón Páll sem ákvað að gera mig að striker í 2. flokki og ég hef ekki aftur snúið.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gyrðir Hrafn í fyrra með Leikni, var orðinn vel þreyttur á honum.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Hemmi bróðir
Sætasti sigurinn: Sigurinn á Keflavík með Njarðvík í bikarnum var gjörsamlega klikkað
Mestu vonbrigðin: Tapa úrslit í bikar í framlengingu
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég myndi fá Arnór Gauta aftur í krikann frá ÍR
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Logi Hrafn
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Gauti Úlfarsson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Allar svo fallegar ekki hægt að velja
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í¬ liðinu: Óli Guðmunds og Kjartan Kári eru svakalegir
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima er best
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Var á gulu spjaldi gegn KR núna í sumar og svo er verið að taka mig útaf en ég tek ekkert eftir því. Ég sé bara að það er verið að skipta einhverjum en ég held mér bara á vellinum, endar með því að Bjössi kemur að mér og segir mér að drulla mér útaf annars var Helgi Mikeal að fara að gefa mér rautt fyrir töf. Síðan var aðeins verið að djóka í mér um þetta eftir leik.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki beint, en á það til að fá mér eitt Corny Big rétt fyrir leik ef ég á til heima.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta og handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike phantom held ég.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Textílmennt, það bara gekk ekki upp hjá mér.
Vandræðalegasta augnablik: Þegar maður veit ekki hvort að það sé handshake, fist bump eða einhva annað, ekkert verra. Gerðist við mig þegar ég hitti Eið í fyrsta sinn eftir að ég kom til baka frá Njarðvík, ég held að hann hafi ekki tekið eftir því sem betur fer.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Eið Smára, Sveppa og Björn Daníel og sjá hvað myndi gerast
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Spilaði miðvörð upp alla yngri flokka fram að 2. flokki og átti að spila fyrsta leikinn minn með Njarðvík sem miðvörður.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kjartan Henry, þegar hann kom þá vissi ég ekkert hvernig hann myndi vera en síðan er hann algjör toppmaður.
Hverju laugstu síðast: Ég lýg ekki, en á það til að hagræða sannleikanum
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun, ekki til leiðinlegri hlutur
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ætli ég myndi ekki spyrja Haaland um einhver góð ráð.
Athugasemdir